"Við Leiðið" í minningu föður míns

Í dag er ár síðan faðir minn Reinhardt Reinhardtsson yngri lést skyndilega og er hans sárt saknað.

Hér set ég inn ljóð eftir föðurafa minn Reinhardt Reinhardtsson eldri til minningar um þessa tvo stórkostlegu heiðursmenn sem verða ávallt höfuð fjölskyldunnar sama hvar þeir eru.

Við Leiðið

Að leiðinu græna í garðshorni yst,

ég geng, þegar rökkvar um hæðir og voga

og stjörnuljós kvikna á bláloftsins boga.

Ég bugaður græt þig, sem nú hef ég misst.

Nú framar ei leiðir mig , höndin þín hlýja.

Til hvers á nú barnið þitt grátna að flýja?



Svo hugljúfar minningar, blærinn mér ber,

frá bernskunnar heiðu og sólríku dögum,

sem deyjandi ómar af ljúflingalögum.

Þær líða í hug mér, sem kveðja frá þér,

sem vaktir um nætur hjá vöggunni minni.

Nú vaki ég dapur hjá gröfinni þinni.



Nú blundar þú rótt, undir sefgrænni sæng.

Þú sofnaðir þreyttur og langferðamóður.

Á dagsljós þitt andaði dauðansblær hljóður,

þér dapraðist flug er hann snerti þinn væng.

Nú fagnandi önd þín til upphafsins líður,

en efninu faðmlag sitt móðir jörð býður.



Vor tár, gera oss skammsýn á skilnaðarstund.

Og skuggi okkar sjálfra er það myrkur,

sem bugar

vort þrek, ef ef andinn í hæðirnar hugar,

í hjartanu birtir og gleðst okkar lund.

Sjá! Dauðinn, er áfangi á eilífðarbrautum,

vort athvarf og lausn vor, frá jarðneskum þrautum.



Nú kveð ég þig faðir, í síðasta sinn

og saknaðartárin, ég strýk mér af hvarmi.

En sorgarnótt myrkri skal minningarbjarmi,

sem morgunsól eyða, ég trúi, ég finn -

þótt horfinn mér sértu - að látinn þú lifir

í ljósanna heimi, og vakir mér yfir.

Höf.Reinhardt eldri


Hvers virði er fortíðin?

Er fortíðin þess virði að þú leyfir henni að leggja framtíð þína í rúst?
Það er enginn nema þú sem ræður því,þinn er hugurinn og viljinn.
Þegar þú ert á tímabili þar sem fortíðin virðist allsráðandi í huga þér,þá ert þú ekki að lifa.
Að lifa er að taka þátt í núinu,hlusta á fuglana og barnshlátur,taka eftir ljósaskiptunum,
finna lykt af hafinu ..............og huga að framtíðinni.
Að velta sér uppúr fortíð er gagnslaust.
Horfðu frekar á morgundaginn með tilhlökkun,
vegna þess að hann er ný byrjun og tækifærin sem fylgja honum eru endalaus.

Örsaga

A man walks down the street ,crying. He has lost his shoe. He´s staring at the hole on his stocking.  A big prunelike toe stares back at him. The rain comes tumbeling down from the dark gray clouds.  And there is no sunshine in sight ,but maybe he could get some moonshine !?

Viðhorf

Ég hef oft spurt mig að því í gegnum tíðina hvort það sé nokkur tilgangur með lífinu. Hef ég einhvern tilgang? Af hverju er ég hér? Og hvað á ég að gera?
Eins og með alla aðra hafa hrjáð mig allskonar krankleikar og vandamálin ætla engan endi að taka, svo hvað er málið? Eftir að hafa legið undir feldi í svolítinn tíma til að hugsa hef ég komið upp með svör sem virka fyrir mig. Það má kalla þetta uppljómun um eigið líf. Ef ég skoða líf mitt , allt sem er að, þá blasir svarið við mér. Tilgangurinn er að sigrast á erfiðleikunum og veikindunum til að geta kennt öðrum hvernig á að gera það. Ég er ekki að tala um að veikindin eða erfiðleikarnir hverfi, ekki þannig sigur, það er oft á tíðum ekki hægt.
 Heldur að láta ekki bugast, vera hamingjusöm ÞRÁTT fyrir erfiðleikana en ekki bíða eftir að þeir hverfi. Þá þyrfti maður að setja hamingju sína svolítið
á bið. Og hvers vegna ætti maður að verða eitthvað frekar hamingjusamari seinna? Verður ekki alltaf eitthvað sem kemur þá í veg fyrir það?
Erfiðleikar eru bara erfiðleikar ef við lítum þannig á þá.

Ef það væri STAÐREYND að vandamál væru erfiðleikar þá mundu allir þjást af hamingjuskorti alltaf. Sumt fólk getur verið ákaflega hamingjusamt þrátt fyrir peningaleysi, svo ekki getur peningaleysi verið raunverulegt vandamál heldur er það viðhorfið sem er raunverulega vandamálið. Hinir raunverulegu erfiðleikar.
Niðurstaða mín í þessu máli er þá sem sagt sú að það er bara til eitt RAUNVERULEGT vandamál í heiminum, einir RAUNVERULEGIR erfiðleikar.
NEIKVÆTT VIÐHORF.

Ef það hrjá þig einhverjir ólæknandi sjúkdómar, þýðir víst lítið að halda að þú verðir ekki hamingjusamur fyrr en þeir hverfa. Ef þú sérð ekki fram á að eiga fyrir skuldunum eða mat næstu árin, þá verður þú ekkert ríkari við að hafa áhyggjur af því.
Hinsvegar er það nú einhvern veginn svo að fólk með jákvætt hugarfar, fólk sem býr við raunverulega hamingju, hefur meira aðdráttarafl en annað fólk. Þá er ég ekki bara að tala um aðdráttarafl gagnvart öðru fólki heldur líka gagnvart öllum hlutum.Jákvætt fólk fær frekar launahækkun, stöðuhækkun, hjálp, finnur minna til og það er vísindalega sannað að jákvæðni getur hjálpað frumum líkamans að endurnýja sig og láta allt virka eins og það á að gera og losa sig við óæskilegar bakteríur, frumumyndanir og úrgangsefni.

Jákvætt viðhorf dregur að fólk með jákvætt viðhorf og hamingjan býr í þakklætinu. Þakkaðu fyrir ALLT sem á daga þína hefur dregið. Án þess værir þú ekki sú manneskja sem þú ert í dag. Ef þú ert ekki ánægður með þá manneskju sem þú hefur að geyma, þakkaðu samt fyrir að vera þú því þú ert sú eina manneskja í öllum heiminum sem getur breytt þér.
Það er ástæða fyrir því að þú komst á bloggið mitt og ert að lesa þetta. Það er ástæða fyrir öllu. Leggstu undir feld og skoðaðu málið.

Ert þú þakklátur fyrir að vera þú eða ertu það ekki? Hver er ástæðan?  Fyrir hvað getur þú verið þakklátur? Það er ástæða fyrir því að þú valdir þér þessa foreldra, hvar þú býrð, hvað þú vinnur, Þakkaðu fyrir maka þinn hvernig sem hann er því þú getur lært af honum hvernig manneskja þú vilt vera eða vera ekki. Þakkaðu fyrir börnin þín hvernig sem þau láta því þau kenna þér hvernig manneskja þú ert í raun, þakkaðu fyrir vini þína því þeir spegla þig, þakkaðu fyrir heilsu þína hvernig svo sem hún er því þar er tækifærið grafið til að sjá hvort ég hafi ekki rétt fyrir mér.

Það er ekkert sem heitir góð reynsla eða slæm reynsla, reynsla er bara reynsla og hvort hún er góð eða slæm liggur eingöngu í þínu eigin viðhorfi og hvernig þú ætlar að nota hana. Reynsla hefur engan tilgang ef hún er ekki notuð til gagns. Ég á mér mikla og stóra fortíð eins og þeir sem þekkja mig vita og reynt margt í gegnum tíðina og ég er þakklát því ég er orðin ákaflega sátt við þá manneskju sem ég hef þróast í. Ef ég væri einhver annar, væri ég besta vinkona mín. Getur þú sagt það um þig?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband