Hugrenningar nýbúa

Brakandi sól og blíða. 20+ alla daga. Heiðskír himinn fyrir utan stöku flugvélaskott sem leysist síðan upp á nokkrum klukkutímum. Fuglasöngur hljómar látlaust og kötturinn hlýtur að vera kominn með harðsperrur í eyrun því þau eru alltaf spennt.Snakahvítar álftir synda um í segilsléttri víkinni minni með halarófu af ungum á eftir sér. Það eina sem truflar þessa paradís er einstaka bill niðri á vegi.

Við erum flutt til Noregs, raunverulega flutt til Noregs! Búslóðin okkar, ef búslóð skyldi kalla, var keyrð heim að dyrum þann 17. júní..... Örlítil kaldhæðni þykir mér. Fjölskyldan búin að skrá sig inn í landið og bíður nú í ofvæni eftir norskum kennitölum í pósti. Ekkert hægt að gera án hennar.... ekki einu sinni kaupa sér Lottó.

 

Ég hugsa mikið heim því ég skyldi eftir fullt af fólki sem ég elska út af lífinu. Tvo elstu syni mína og maka, barnabörnin mín, mömmu mína og ömmu, systur mína og bróður.... Og helling af góðum vinum.

 

Mig langar að fá þessa kennitölu, kaupa Lottó og vinna millur og bjóða fólkinu mínu til mín.... Því ég var ekki að flýja Ísland þeirra vegna.

 

Laun mannsins míns dugðu ekki fyrir húsaleigunni og vantaði þar nokkra tugi upp á. Á Íslandi er fólki haldið niðri í fátækragryfju með lágum launum, háum vöxtum og húsaleigu og hinni fáránlegri mismunun.

Við fórum ekki til Noregs til að flýja skuldirnar okkar heldur.

Við fórum til Noregs til að geta borgað þær OG gefið börnunum okkar að borða. Maður á ekki að þurfa að velja.

 

Íslenskir ráðmenn hafa alla tíð státað sig af  hinu Norræna velferðarkerfi og fjölskylduvænum kringumstæðum.

 

En eftir að hafa séð það í raun og í verki hér úti (þó ég sé ekki búin að vera hér lengi) hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það næsta sem Ísland hefur komist þessu Norræna velferðarkerfi...... er, að ráðamenn nota þessi orð í setningu.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband