Kolbrún Kvaran

Ég er 6 barna móðir og eiginkona með 2 hunda og 1 kött í nýju landi, Noregi. Ég hef verulega gaman af því að kynnast fólki og ræða málin, sama hvaða nafni þau nefnast eiginlega. Hef mikinn áhuga á trúmálum, umhverfismálum og í rauninni væri auðveldara fyrir mig að nefna það sem ég hef ekki áhuga á.

Ég er búddisti og í mörg ár þjónaði ég hlutverki hverfisleiðtoga í samtökunum SGI sem eru alþjóðasamtök sem byggð voru í kring um þennan búddisma.

Ég ætla ekki að vera með neitt búddískt efni hérna á þessu bloggi en ef þú hefur áhuga á að lesa svoleiðis, hafðu þá bara samband við mig og ég vísa þér á persónulegu síðuna mína sem ég nota undir það.

 Ég er einnig listamaður og þarf að tjá mig á marga vegu. Ég er söngkona í litlu bandi sem fer vaxandi, listmálari og listhönnuður.Ég smíða einnig ýmislegt og vinn hluti úr viði. Ég skrifa einnig og hefði ábyggilega gaman af því að leika en það hefur ekki reynt á það.

Ég er einnig þýðandi og pistlahöfundur og er nemandi í pásu í enskufræðum í Háskóla Íslands.

Ég elska lífið og ég trúi því innilega að allir hafi sama gullneistann innra með sér.

Fólk er bara mislengi að finna hann.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Kolbrún Kvaran

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband