Efni
Höfundur

Kolla Kvaran er rétt rúmlega fertug stúlka með áhuga á öllu. Hún er söngkona og hefur stundað nám í hinum og þessum tegundum af söng. Hún er blúsrokkari af lífi og sál en tekur sig stundum til og syngur óperu eða ástaljóð fyrir ástfangið fólk.
Kollan stundaði einnig nám í listhönnun hér á árum áður og sinnir þeim áhugamálum sínum þegar tími gefst til.
Hún er núna í pásu frá háskólanámi hjá HÍ en hefur ensku og þýðingar í framtíðarsýn sinni.
Kollan er gift og á nokkur börn sem sum hver eru orðin fullorðin en önnur ekki. Hún hefur mikinn áhuga á réttindum foreldra og barna með ýmsar raskanir.
Hún er SGI-búddisti og hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem viðkemur trúmálum, heimspeki og lífsspeki.
Hún skrifar smásögur og ljóð en hefur yndi af því að segja fólki hvernig hægt er að bæta líf sitt og líðan því hún hefur mikla reynslu að baki og komst lifandi frá því. Hún er að skrifa skáldsögu í frítíma sínum, en hann er sjaldséður svo það gengur hægt.
Kollan kann að prjóna...en bara einlita trefla.
p.s.
Uppfært; Kollan er búin að læra að lesa prjónauppskriftir svo treflarnir eru komnir með munstur....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Apríl 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bækur
Bækur
-
Clive Cussler: Atlantis Found
Ofboðslega spennandi og hver blaðsíða kemur á óvart.
***** -
Dean Koontz: The Taking
Alveg brilljant! Eins og flest sem kemur frá þessum höfundi.
***** -
Stephen King: The Green Mile
Að mínu mati það besta sem ég hef lesið eftir kallinn og er ég búin að lesa tonn eftir hann.Ásamt mikið eftir.
*****
Tónlist
Tónlist
-
John Lennon - Imagine
Eitt allra fallegasta lag og ljóð sem samið hefur verið og ættu allir að taka boðskapinn í þessu lagi beint í hjartað!
*****
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Færsluflokkur: Spaugilegt
Klaufalegt maníukast
30.3.2011 | 12:36
Einu sinni bjó ég á Álftanesi í ókláruðu húsi í 4 ár. Maðurinn minn var sjáðu til iðnaðarmaður og þeir geta ekki átt heima í kláruðum húsum.
En hvað um það, þetta var fyrir tíma uppþvottavélarinnar minnar og ég var í stuði. Ég var ein heima þennan góða dag og var að þrífa. Tónlistin á fullu og ég í uppvaski og syngjandi ánægð með lífið. Fékk mér verðskuldaða pásu því ég þurfti að pissa, fá mér kaffi og reykja eina rettu. Byrjaði á salerninu og settist þar á hásætið.
Best ég geri smá pásu hérna og útskýri fyrir ykkur svo þið getið sem best séð þetta fyrir ykkur. Þannig er nefnilega málið að þegar ég er í maníu (ég er sko með geðhvörf) þá hugsa ég mjög hratt, er kvik í öllum hreyfingum, tala of mikið, of hratt og of hátt, veð úr einu í annað og lít út fyrir að vera alltaf að flýta mér.
Nú jæja, svo við höldum áfram með söguna þá sat ég þarna og pissaði og hugsaði hvernig ég gæti raðað húsgögnunum alveg upp á nýtt því það er mín uppáhaldsiðja þegar ég er í maníu. Þreif á mér bossaling og um leið og ég stóð upp dró ég upp buxurnar svo harkalega að klósettsetan skelltist til. Þvoði mér um hendur og fór fram til að halda áfram í kaffipásunni.
Settist í eldhúsið, en mér var undarlega illt í bakinu svo ég staldraði ekki lengi við kaffibollann. Stóð upp og hélt áfram með þrifin ekki í eins góðu skapi því alltaf fann ég til í bakinu. En nú bættist annað við! Það lak eitthvað kalt niður eftir lærinu á mér! Andskotinn sjálfur! Hvað var nú í gangi? Allt í einu fann ég sterka lykt af sítrónu?! Skellti mér inn á bað og dró niður um mig buxurnar.
Viti menn! Þegar ég hafði staðið upp af klósettinu í fyrra sinnið höfðu buxurnar flækst í ilmsteininum í klósettinu, lyft honum upp svo hann fór í kollhnís og endaði ofan í buxunum fastur í strengnum! Ég hló svo mikið að það var eins gott að ég var inni á baði því ég pissaði næstum á mig.
Þegar ég var búin að jafna mig svona eins og ég gat, hélt ég áfram að þrífa en ég get sagt ykkur að það var nú spurning hvort okkar ilmaði betur þegar kallinn minn kom heim um kvöldið, húsið eða ég.
Spaugilegt | Breytt 2.6.2011 kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)