Efni
Höfundur

Kolla Kvaran er rétt rúmlega fertug stúlka með áhuga á öllu. Hún er söngkona og hefur stundað nám í hinum og þessum tegundum af söng. Hún er blúsrokkari af lífi og sál en tekur sig stundum til og syngur óperu eða ástaljóð fyrir ástfangið fólk.
Kollan stundaði einnig nám í listhönnun hér á árum áður og sinnir þeim áhugamálum sínum þegar tími gefst til.
Hún er núna í pásu frá háskólanámi hjá HÍ en hefur ensku og þýðingar í framtíðarsýn sinni.
Kollan er gift og á nokkur börn sem sum hver eru orðin fullorðin en önnur ekki. Hún hefur mikinn áhuga á réttindum foreldra og barna með ýmsar raskanir.
Hún er SGI-búddisti og hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem viðkemur trúmálum, heimspeki og lífsspeki.
Hún skrifar smásögur og ljóð en hefur yndi af því að segja fólki hvernig hægt er að bæta líf sitt og líðan því hún hefur mikla reynslu að baki og komst lifandi frá því. Hún er að skrifa skáldsögu í frítíma sínum, en hann er sjaldséður svo það gengur hægt.
Kollan kann að prjóna...en bara einlita trefla.
p.s.
Uppfært; Kollan er búin að læra að lesa prjónauppskriftir svo treflarnir eru komnir með munstur....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Sept. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bækur
Bækur
-
Clive Cussler: Atlantis Found
Ofboðslega spennandi og hver blaðsíða kemur á óvart.
***** -
Dean Koontz: The Taking
Alveg brilljant! Eins og flest sem kemur frá þessum höfundi.
***** -
Stephen King: The Green Mile
Að mínu mati það besta sem ég hef lesið eftir kallinn og er ég búin að lesa tonn eftir hann.Ásamt mikið eftir.
*****
Tónlist
Tónlist
-
John Lennon - Imagine
Eitt allra fallegasta lag og ljóð sem samið hefur verið og ættu allir að taka boðskapinn í þessu lagi beint í hjartað!
*****
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Hverjum þjónar fyrirgefningin?
26.3.2014 | 17:05
Fyrirgefningin kom mér algjörlega á óvart. Þrátt fyrir að ég hefði verið búin að vinna að henni með sjálfri mér í langan tíma. Henni fylgdi ákveðið tómarúm. Hatur mitt hafði búið í hjarta mér í 15 ár og nú var það bara horfið sísvona.
Á þessum 15 árum hafði ég ekki gert neitt við líf mitt. Ekkert sem gæti kannski orðið til þess að hann myndi eftir því að ég var til. Ég var mjög reið og bitur kona og þetta bitnaði á hjónabandi mínu og fjölskyldulífi. Ég var fórnarlamb og fór vel með það hlutverk.
Vitur vinkona sagði mér að kyrja og biðja fyrir hamingju hans. Þetta fannst mér algjörlega út í hött, en þar sem ég fékk þessa leiðsögn frá reyndri og viturri konu sem ég treysti fullkomlega, ákvað ég að reyna þetta.
Ójú, víst var það erfitt til að byrja með. Því mér fannst þessi maður ekki eiga hamingjuna skilið. Að mínu mati mátti hann lifa í óhamingju og kvalræði það sem eftir var. Ef ekki bara detta niður dauður. Hatrið sullaði um í brjósti mér.
Í bænum mínum og hugleiðslu grét ég og orgaði af reiði en píndi mig til að hugsa góðar hugsanir til þessarar mannveru. Eftir nokkur skipti gat ég sagt nafnið hans upphátt og talað um hann. Mér sjálfri fór að líða betur og ég ákvað að gera eitthvað við líf mitt.
Fór í skóla og tók að huga að söngferli mínum. Kom fram í útvarpi og sjónvarpi en það var eitthvað sem mér datt ekki til hugar að gera áður fyrr. Ekkert sem gat beint athygli hans að mér og mínum.
Eftir að hafa kyrjað fyrir honum öðru hverju í heilt ár, kom að því, að einn góðan veðurdag fann ég ekki lengur fyrir þessu nístingskalda hatri sem ég hafði hlúð að öll þessi ár.
Ég veit ekki hvort hann varð eitthvað hamingjusamari við bænir mínar, enda kemur það málinu ekkert við. Ég skildi það núna hvers vegna þessi góða vinkona sagði mér að gera þetta svona. Það var fyrir mig sjálfa.
Ég fann það sterkt að ég var ekki lengur fórnarlamb í lífinu og tók ábyrgð á lífi mínu og líðan. Ég varð sjálfboðaliði í lífinu. Með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir þótt kostirnir séu ívið fleiri.
Enda er besta hefndin sú að fyrirgefa hið ófyrirgefanlega, láta sér líða vel og sýna svo ekki verði um villst að lífið gangi mun betur án þessara einstaklinga.
Fyrirgefning felur ekki í sér hins vegar, samþykki að hinir liðnu atburðir séu teknir góðir og gildir. Heldur eingöngu það að hið liðna muni ekki lengur hafa tangarhald á manni og stjórna lífi manns.
Ég gerði mér grein fyrir að án allrar minnar reynslu væri ég ekki sú kona sem ég er í dag. Og vegna reynslu minnar get ég leiðbeint öðrum líkt og álfadísin mín forðum.
Í dag geri ég það sem mig langar til og mér gengur vel í því. Ég er ekki fórnarlamb eins né neins og alls ekki kringumstæðna. Reynsla mín er mér dýrmæt og ég hefði ekki viljað sleppa henni því ég lærði að vera ég.
Og ég kann nú bara alveg ágætlega við sjálfa mig.
Einveran er gjöf
26.3.2014 | 01:20
Stundum er ég einmana. Hvort sem ég er innan um fólk eða ekki. Finn mig ekki tengda þeim. Og hætti að heyra hvað þau segja. Raddir þeirra breytast í skvaldur og hverfa brátt í rykmekki í hugsunum mínum. Ég sting af inn í heiminn minn sem engin fær að sjá. Stundum er hann litríkur, bjartur og fallegur...en stundum er hann myrkur , ljótur og hryllilegur.
Það fer allt eftir því hvernig ég lít á sjálfa mig þann daginn. Hvort ég kýs að vera sjálfsörugg, klár og falleg ...eða hvort ég vel að vera lítil, óörugg, feit og heimsk. Ég tala um að velja sér þessar tilfinningar, af ástæðu. Því það er gerlegt að stjórna þeim. Stundum er bara svolítið notalegt að fá að vera í svolítilli fýlu, við eigum rétt á því. Svo lengi sem við látum það ekki bitna á öðrum. Og rífum okkur upp á hnakkadrambinu í tíma.
Ég er í senn einfari og félagsvera. Mér þykir gott að hitta annað fólk, sérstaklega þegar ég er ekki einmana. Mér finnst nefnilega verra að vera einmana innan um fólk en þegar ég er ein. Ég er ekki alltaf einmana þegar ég er ein með sjálfri mér. Stundum kann ég nógu mikið við sjálfa mig til að finnast ég, vera mér nægur félagsskapur. Og ég get fundið upp á ýmsu til að gera, sem ég hef aftur á móti engan áhuga á þegar mér líður illa af einsemd.
Ég minnist atriðis úr bíómynd, ekkert svakalega góðri bíómynd, en þessi setning festist svolítið á, annars vel teflonhúðuðum, heila mínum. Þar sem tvær vinkonur sitja saman og spjalla í trúnaði um ástarmálin eins og vinkonur gera oft. Önnur einhleyp en vonlaust ástfangin, hin nýgift og segir döpur og með hálfgerðum hryllingi: " Ég verð aldrei framar ein".
Þörf mannsins til að vera nálægt öðru fólki er jafnmikil og þörfin til að vera einn með sjálfum sér. Ég held að nútíminn hafi með öllum sínum tækninýjungum, eyðilagt þessa tilfinningu og æ fleiri verða einmana á bak við tölvuskjái, með heyrnartólin á eyrunum.
Hversu margir njóta þess raunverulega að vera einir og sinna hugðarefnum sínum sem innifela ekki samskipti við annað fólk? Án þess að verða einmana? Þeir tímar sem við lifum nú eru uppfullir af dagskrá fyrir alla. Börn kunna varla að leika sér lengur, dunda sér, það er orðið bráðnauðsynlegt að fylla alla daga af skipulögðum atburðum. Og þetta er eins með fullorðið fólk. Hver sest niður með bók um miðjan dag eða hlustar á tónlist í friði og spekt? Án þess að fá samviskubit yfir því að vera að "gera ekkert".
Ég er fullviss um að þetta sé hverri manneskju hollt að gera, til að finna aftur kjarnann í sjálfri sér og halda honum gangandi. Við verðum að fylla á til að hafa eitthvað að gefa...og ekki síst fyrir okkur sjálf. Við týnumst annars í hversdagsleikanum þar sem sami endalausi hringurinn er farinn, dag eftir dag, og verkin eru aldrei búin. Tilgangslausar rútínur ef ekki er notið lífsins inn á milli.
Sonur minn sem er á fimmtánda ári, segir mér oft að sér leiðist. Fyrir nokkrum mánuðum, áður enn ég fór að spá í einmitt þetta, svaraði ég honum með allskonar uppástungum um hvað hægt væri að gera. Einn daginn uppgötvaði ég það að það væri allt í lagi að láta sér leiðast. Þetta er eðlileg tilfinning sem mannfólkinu er alveg að takast að útrýma og auka í sömu andrá. Fyrir vikið finnst fólki, þá sérstaklega börnum og unglingum, ekkert vera skemmtilegt. Það er ekkert mótvægi ef þeim á aldrei að leiðast. Allir hlutir renna saman á endanum og gleði mannsins yfir að vera bara til, hverfur. Unga fólkið mun aldrei læra á að hlusta á sína innri rödd og kynnast sjálfu sér ef umhverfið er stútfullt af skemmtidagskrá handa þeim. Þau verða að fá rými til að hafa ofan af fyrir sér sjálf.
Þessi sami sonur minn á sínar stundir samt sem áður. Hann fer einn í göngutúra með myndavél. Yfirleitt kemur hann til baka með skrítnar hugdettur og heimspekilegar pælingar sem gaman er að spjalla um og velta fyrir sér. Þetta gerist bara þegar hann hefur fengið að ráfa um einn með sjálfum sér. Aldrei þegar dagurinn hefur verið fullur af tölvuleikjum, sjónvarpsglápi eða annarri dagskrá. Þetta eru þær stundir þar sem ég fæ að kynnast honum. Þegar hann hefur hreinsað hugann af illa matreiddu efni. Þarna glittir þá í soninn sem er svo gaman að spjalla við. Um eitthvað annað en vélmenni, tölvuleikjaheim og anime.
Það er gott að eiga góða að, fjölskyldu og vini, en það jafnast ekki á við þá manneskju sem fylgir þér hvert sem þú ferð æfina á enda. Þú ert eina manneskjan sem mun ávallt vera til staðar fyrir þig.
Gefðu þér því tíma til að kynnast sjálfum þér og hvettu fólkið þitt til þess sama. Leyfðu börnunum að láta sér leiðast, það kemur að því að þau finni sér eitthvað að gera.
En þá eru þau líka búin að eyða dágóðum tíma í allskonar pælingar sem gera ekkert nema þroska þau.
Bloggfærslur 26. mars 2014
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.