Efni
Höfundur
Kolla Kvaran er rétt rúmlega fertug stúlka með áhuga á öllu. Hún er söngkona og hefur stundað nám í hinum og þessum tegundum af söng. Hún er blúsrokkari af lífi og sál en tekur sig stundum til og syngur óperu eða ástaljóð fyrir ástfangið fólk.
Kollan stundaði einnig nám í listhönnun hér á árum áður og sinnir þeim áhugamálum sínum þegar tími gefst til.
Hún er núna í pásu frá háskólanámi hjá HÍ en hefur ensku og þýðingar í framtíðarsýn sinni.
Kollan er gift og á nokkur börn sem sum hver eru orðin fullorðin en önnur ekki. Hún hefur mikinn áhuga á réttindum foreldra og barna með ýmsar raskanir.
Hún er SGI-búddisti og hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem viðkemur trúmálum, heimspeki og lífsspeki.
Hún skrifar smásögur og ljóð en hefur yndi af því að segja fólki hvernig hægt er að bæta líf sitt og líðan því hún hefur mikla reynslu að baki og komst lifandi frá því. Hún er að skrifa skáldsögu í frítíma sínum, en hann er sjaldséður svo það gengur hægt.
Kollan kann að prjóna...en bara einlita trefla.
p.s.
Uppfært; Kollan er búin að læra að lesa prjónauppskriftir svo treflarnir eru komnir með munstur....
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bækur
Bækur
-
Clive Cussler: Atlantis Found
Ofboðslega spennandi og hver blaðsíða kemur á óvart.
***** -
Dean Koontz: The Taking
Alveg brilljant! Eins og flest sem kemur frá þessum höfundi.
***** -
Stephen King: The Green Mile
Að mínu mati það besta sem ég hef lesið eftir kallinn og er ég búin að lesa tonn eftir hann.Ásamt mikið eftir.
*****
Tónlist
Tónlist
-
John Lennon - Imagine
Eitt allra fallegasta lag og ljóð sem samið hefur verið og ættu allir að taka boðskapinn í þessu lagi beint í hjartað!
*****
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Hverjum þjónar fyrirgefningin?
26.3.2014 | 17:05
Fyrirgefningin kom mér algjörlega á óvart. Þrátt fyrir að ég hefði verið búin að vinna að henni með sjálfri mér í langan tíma. Henni fylgdi ákveðið tómarúm. Hatur mitt hafði búið í hjarta mér í 15 ár og nú var það bara horfið sísvona.
Á þessum 15 árum hafði ég ekki gert neitt við líf mitt. Ekkert sem gæti kannski orðið til þess að hann myndi eftir því að ég var til. Ég var mjög reið og bitur kona og þetta bitnaði á hjónabandi mínu og fjölskyldulífi. Ég var fórnarlamb og fór vel með það hlutverk.
Vitur vinkona sagði mér að kyrja og biðja fyrir hamingju hans. Þetta fannst mér algjörlega út í hött, en þar sem ég fékk þessa leiðsögn frá reyndri og viturri konu sem ég treysti fullkomlega, ákvað ég að reyna þetta.
Ójú, víst var það erfitt til að byrja með. Því mér fannst þessi maður ekki eiga hamingjuna skilið. Að mínu mati mátti hann lifa í óhamingju og kvalræði það sem eftir var. Ef ekki bara detta niður dauður. Hatrið sullaði um í brjósti mér.
Í bænum mínum og hugleiðslu grét ég og orgaði af reiði en píndi mig til að hugsa góðar hugsanir til þessarar mannveru. Eftir nokkur skipti gat ég sagt nafnið hans upphátt og talað um hann. Mér sjálfri fór að líða betur og ég ákvað að gera eitthvað við líf mitt.
Fór í skóla og tók að huga að söngferli mínum. Kom fram í útvarpi og sjónvarpi en það var eitthvað sem mér datt ekki til hugar að gera áður fyrr. Ekkert sem gat beint athygli hans að mér og mínum.
Eftir að hafa kyrjað fyrir honum öðru hverju í heilt ár, kom að því, að einn góðan veðurdag fann ég ekki lengur fyrir þessu nístingskalda hatri sem ég hafði hlúð að öll þessi ár.
Ég veit ekki hvort hann varð eitthvað hamingjusamari við bænir mínar, enda kemur það málinu ekkert við. Ég skildi það núna hvers vegna þessi góða vinkona sagði mér að gera þetta svona. Það var fyrir mig sjálfa.
Ég fann það sterkt að ég var ekki lengur fórnarlamb í lífinu og tók ábyrgð á lífi mínu og líðan. Ég varð sjálfboðaliði í lífinu. Með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir þótt kostirnir séu ívið fleiri.
Enda er besta hefndin sú að fyrirgefa hið ófyrirgefanlega, láta sér líða vel og sýna svo ekki verði um villst að lífið gangi mun betur án þessara einstaklinga.
Fyrirgefning felur ekki í sér hins vegar, samþykki að hinir liðnu atburðir séu teknir góðir og gildir. Heldur eingöngu það að hið liðna muni ekki lengur hafa tangarhald á manni og stjórna lífi manns.
Ég gerði mér grein fyrir að án allrar minnar reynslu væri ég ekki sú kona sem ég er í dag. Og vegna reynslu minnar get ég leiðbeint öðrum líkt og álfadísin mín forðum.
Í dag geri ég það sem mig langar til og mér gengur vel í því. Ég er ekki fórnarlamb eins né neins og alls ekki kringumstæðna. Reynsla mín er mér dýrmæt og ég hefði ekki viljað sleppa henni því ég lærði að vera ég.
Og ég kann nú bara alveg ágætlega við sjálfa mig.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.