Kollan - Hausmynd

Kollan

Efni

  • Forsíða
  • Myndaalbúm
  • Gestabók
  • RSS RSS

Höfundur

Kolbrún Kvaran

Kolla Kvaran er rétt rúmlega fertug stúlka með áhuga á öllu. Hún er söngkona og hefur stundað nám í hinum og þessum tegundum af söng. Hún er blúsrokkari af lífi og sál en tekur sig stundum til og syngur óperu eða ástaljóð fyrir ástfangið fólk.

Kollan stundaði einnig nám í listhönnun hér á árum áður og sinnir þeim áhugamálum sínum þegar tími gefst til.

Hún er núna í pásu frá háskólanámi hjá HÍ en hefur ensku og þýðingar í framtíðarsýn sinni.

Kollan er gift og á nokkur börn sem sum hver eru orðin fullorðin en önnur ekki. Hún hefur mikinn áhuga á réttindum foreldra og barna með ýmsar raskanir.

Hún er  SGI-búddisti  og hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem viðkemur trúmálum, heimspeki og lífsspeki.

Hún skrifar smásögur og ljóð en hefur yndi af því að segja fólki hvernig hægt er að bæta líf sitt og líðan því hún hefur mikla reynslu að baki og komst lifandi frá því. Hún er að skrifa skáldsögu í frítíma sínum, en hann er sjaldséður svo það gengur hægt.

Kollan kann að prjóna...en bara einlita trefla.

p.s. 

Uppfært; Kollan er búin að læra að lesa prjónauppskriftir svo treflarnir eru komnir með munstur....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

  • Hugrenningar nýbúa
  • Hin eilífa bið
  • Hverjum þjónar fyrirgefningin?
  • Einveran er gjöf
  • Lífsýn
  • Klaufalegt maníukast
  • Búddistasamtök SGI á Íslandi
  • 11 heilræði til að gera gott samband betra
  • Hvar býr hamingjan?
  • Nam myoho renge kyo

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Fyrri
Næsti

Tenglar

Mínir tenglar

  • C´est la vie Hin bloggsíðan mín
  • Baggalútur

Bækur

Bækur

  • Clive Cussler: Atlantis Found
    Ofboðslega spennandi og hver blaðsíða kemur á óvart.
    *****
  • Dean Koontz: The Taking
    Alveg brilljant! Eins og flest sem kemur frá þessum höfundi.
    *****
  • Stephen King: The Green Mile
    Að mínu mati það besta sem ég hef lesið eftir kallinn og er ég búin að lesa tonn eftir hann.Ásamt mikið eftir.
    *****

Tónlist

Tónlist

  • John Lennon - Imagine
    Eitt allra fallegasta lag og ljóð sem samið hefur verið og ættu allir að taka boðskapinn í þessu lagi beint í hjartað!
    *****

Myndaalbúm

  • Brúðkaupið
  • fjölskyldan

Nýjustu myndir

  • ...ent_1231085
  • ...picture_011
  • ...eytthvolpar
  • ...olla02prent
  • 308055 10151190660059627 1363686910 n

Af mbl.is

Tónlistarspilari

VILLA: Vafrinn þinn styður ekki þennan spilara.
Alan Parsons Project - Eye In The Sky
Amnesty International

Fréttir frá Amnesty

"Við Leiðið" í minningu föður míns

7.6.2010 | 21:01

Í dag er ár síðan faðir minn Reinhardt Reinhardtsson yngri lést skyndilega og er hans sárt saknað.

Hér set ég inn ljóð eftir föðurafa minn Reinhardt Reinhardtsson eldri til minningar um þessa tvo stórkostlegu heiðursmenn sem verða ávallt höfuð fjölskyldunnar sama hvar þeir eru.

Við Leiðið

Að leiðinu græna í garðshorni yst,

ég geng, þegar rökkvar um hæðir og voga

og stjörnuljós kvikna á bláloftsins boga.

Ég bugaður græt þig, sem nú hef ég misst.

Nú framar ei leiðir mig , höndin þín hlýja.

Til hvers á nú barnið þitt grátna að flýja?



Svo hugljúfar minningar, blærinn mér ber,

frá bernskunnar heiðu og sólríku dögum,

sem deyjandi ómar af ljúflingalögum.

Þær líða í hug mér, sem kveðja frá þér,

sem vaktir um nætur hjá vöggunni minni.

Nú vaki ég dapur hjá gröfinni þinni.



Nú blundar þú rótt, undir sefgrænni sæng.

Þú sofnaðir þreyttur og langferðamóður.

Á dagsljós þitt andaði dauðansblær hljóður,

þér dapraðist flug er hann snerti þinn væng.

Nú fagnandi önd þín til upphafsins líður,

en efninu faðmlag sitt móðir jörð býður.



Vor tár, gera oss skammsýn á skilnaðarstund.

Og skuggi okkar sjálfra er það myrkur,

sem bugar

vort þrek, ef ef andinn í hæðirnar hugar,

í hjartanu birtir og gleðst okkar lund.

Sjá! Dauðinn, er áfangi á eilífðarbrautum,

vort athvarf og lausn vor, frá jarðneskum þrautum.



Nú kveð ég þig faðir, í síðasta sinn

og saknaðartárin, ég strýk mér af hvarmi.

En sorgarnótt myrkri skal minningarbjarmi,

sem morgunsól eyða, ég trúi, ég finn -

þótt horfinn mér sértu - að látinn þú lifir

í ljósanna heimi, og vakir mér yfir.

Höf.Reinhardt eldri


Gefa einkunina 1Gefa einkunina 2Gefa einkunina 3Gefa einkunina 4Gefa einkunina 5 Vinir og fjölskylda | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bloggfærslur 7. júní 2010

Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á The Work Of Art eftir Zinruss Studio
blog.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Innskráning:

Gleymt lykilorð?
Þú ert innskráð(ur) sem ??? | Stjórnborð | Aftengjast
Hafðu samband