Hvers virði er fortíðin?

Er fortíðin þess virði að þú leyfir henni að leggja framtíð þína í rúst?
Það er enginn nema þú sem ræður því,þinn er hugurinn og viljinn.
Þegar þú ert á tímabili þar sem fortíðin virðist allsráðandi í huga þér,þá ert þú ekki að lifa.
Að lifa er að taka þátt í núinu,hlusta á fuglana og barnshlátur,taka eftir ljósaskiptunum,
finna lykt af hafinu ..............og huga að framtíðinni.
Að velta sér uppúr fortíð er gagnslaust.
Horfðu frekar á morgundaginn með tilhlökkun,
vegna þess að hann er ný byrjun og tækifærin sem fylgja honum eru endalaus.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband